Alvöru gæða te!

Teapigs tein eru einstök og aðalsmerki fyrirtækisins er að nota eingöngu gæða alvöru te. Þegar þau nota orðtakið “gæða alvöru te” eru þau að meina heil lauf, heil krydd og heil blóm, því það skiptir öllu máli þegar kemur að bragðgæðum.
Teið í hefðbundnum tepoka hefur verið kreist, skorið og meðhöndlað á margvíslegan hátt, svo þegar það að lokum endar í bollanum þínum hefur það tapað miklu af bragðgæðunum.

Teapigs laufin, jurtirnar og blómin hafa öll verið meðhöndluð varlega og á þann hátt að bragðgæðin skili sér alla leið í bollan þinn.
Teapigs tepokinn er líka frábrugðinn hefðbundna pappírspokanum sem við þekkjum svo vel. Hann er mun stærri enda þurfa heil lauf gott rými og svo er hann líka unninn úr vistvænum efnum.

En þú finnur muninn með því að prófa…..njóttu vel

Peppermint Leaves

Teið inniheldur heil piparmyntulauf sem gefa meira og ferskara bragð en nokkuð annað myntute sem þú hefur smakkað.

Chilli Chai

Chai teið okkar en með smá “kikki”. . Við höfum bætt chilli flögum við hið hefðbundna chai, til að fá auka kraft í bollann.

Chocolate Flake tea

Hér er á ferð Assam te með alvöru súkkulaðiflögum. Þetta er ekki jafn sætt og heitt súkkulaði. Þetta er líkara því að þú hafir dýft góðu súkkulaðikexi í tebollan þinn. Inniheldur: Soya.

Everyday Brew

English Breakfast teið er aðalsmerki Teapigs. Þessi klassíska morgunverðarblanda byggist á þremur hágæða telaufum; Djörfu Assam, mildu Ceylon og kröftugu Rwandan.

Mao Feng Green Tea

Hið fullkomna græna te, hreint og ómengað, alveg eins og það á að vera – jafnvel þeir sem segjast ekki kunna að meta grænt te, njóta bolla af þessu.

Super Fruit

Hibiscus te grunnur með ylliberjum, trönuberjum, sólberjum og bláberjum, fullum af andoxunarefnum sem vekja mann til lífsins.
Náttúrulega án koffeins.

Earl Grey Strong

Ef að sterkt og kraftmikið Earl Grey er að þínu skapi þá er þetta rétta teið fyrir þig.

Chamomile Flowers

Besta chamomile te sem völ er á, úr heilum blómum, sem býr til ljúffengt, sætt og róandi bragð. Drekkið til að losa um streytu og hjálpa svefni.

Liquorice & Mint

Náttúruleg rót lakkrís plöntu og hrein piparmyntulauf búa til náttúrulega sætan og hressandi drykk sem er ómótstæðilegur.
Náttúrulega án koffeins.

Lemon & Ginger

Hressandi sítrus bragð í bland við lúmskan hita engifersins. Blandan er sannkallað sumar í bolla en um leið frábært að vetri þegar kvef og flensur herja.
Náttúrulega án koffeins.

Apple & Cinnamon

Ekkert jafnast á viðragðið af sætum og safaríkum eplum með góðu kanil kryddi. Fullkomin blanda af ávöxtum, krafti og kryddi.
Náttúrulega án koffeins.

Jasmine Pearls

Handrúllaðar perlur úr grænum telaufum blandaðar við jasmín blóm.

Darjeeling Earl Grey

Ef þú kýst Earl Grey sem er aðeins léttara og blómlegra þá er þetta blandan þín. Vissirðu að Darjeeling er “kampavín” teheimsins?

Rhubarb & Ginger

Baka í bolla! Rabbabarinn ásamt sætum engifer er frábær blanda. minnir á gott rabbabarapæ.
Náttúrulega án koffeins.

Chai Tea

Okkar útgáfa af þessari indversku klassík. Bragðríkt Assam te kryddað með blöndu af kardimommum, kanil, engifer og vanilla. Heilsusamlegur drykkur sem fangar litbrigði Indlands í einum bolla.

Green Tea With Mint

Marokkóskt myntu te. Lyktin og bragðið minnir á arabískan markað og smá prútt.

Pure Lemongrass

Hreint Lemongrass frá Asíu, til að drekka ekki elda! Makalaust sætt sítrus bragð.
Náttúrulega án koffeins.

Silver Tips White Tea

Hreint og ósvikið, Silver Tips frá Fujian héraðinu í Kína.

Chocolate & Mint

Hér er búið að blanda saman heilum piparmyntulaufum og gómsætum súkkulaðibitum til að búa til yndislegan drykk. Inniheldur: Soya.
Náttúrulega án koffeins.

Rooibos Créme Caramel

Flavonoid rich rauðrunnate með karamellubitum, sem gefur mjúkt og rjómakennt bragð. Þetta er örlitið sætur og róandi drykkur. Inniheldur: Mjólk.
Náttúrulega án koffeins.

Sweet Ginger

Öflugt engifer bragð, með náttúrulegri sætu og kryddi. Ógleymanleg blanda.
Náttúrulega án koffeins.

Popcorn Tea

Betur þekkt undir nafninu Genmaicha í Japan. Þetta er hefðbundin blanda af grænu tei með ristuðum grjónum.

Tung Ting Oolong Tea

Tung Ting er hálfgerjað te frá Taiwan, með styrk svarta tesins en með bragð græna tesins.

Yerba Mate

Yerba mate er upprunnið frá Suður Ameríku, þar sem það er drukkið til að auka einbeitingu auk þess sem það er sagt nýtast vel fyrir þá sem vilja léttast. Bragðast eins og reykt grænt te.

Spiced Winter Red Tea

Te og hlý krydd. Hér er blanda af appelsínum, negul og kanel á rauðrunnagrunni. Fullkomið te á köldum vetrardegi.
Náttúrulega án koffeins.

Fennel & Liquorice

Fennel hefur anískendan ilm og hefur gómsætt bragð. Það er sérstaklega ljúffengt þegar búið er að para það við samstarfsaðilann – lakkrísinn.
Náttúrulega án koffeins.

Organic Matcha

Matcha er ofurhetjan þegar kemur að te. 100% græn telauf sem eru möluð í fínt duft – í raun einstaklega þétt grænt te með sterkum green tea bragðaukum.

Darjeeling

Þetta er mesta spariteið. Fyrsta teapigs teið sem kemur frá einum búgarði, Happy Valley í Darjeeling. Hreint og hressandi bragð.

Honeybush & Rooibos

Flavonoid rich rauðrunnate með karamellubitum, sem gefur mjúkt og rjómakennt bragð. Þetta er örlitið sætur og róandi drykkur. Inniheldur: Mjólk.
Náttúrulega án koffeins.

Fylgstu með teapigs
screen-shot-2016-12-01-at-00-01-19